1. Other

Vestrahorn - Boreal

Helgina 28.-30.júní fórum við fjögur austur í Vestrahorn og klifum Boreal. Leiðin var kláruð núna í vor en Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær Steindórsson boltuðu leiðina sem er 450 metra löng. Veðrið á laugardeginum var alveg hreint frábært, logn, sól og varla ský á himni. Við vorum um þrjá tíma að klifra upp á topp og kringum níu tíma tjald í tjald. Sigið niður tók sinn tíma því við vildum halda hópnum saman til að minnka hættu við grjóthrun.
Read More
  • Brunnhorn um miðnættið

    Brunnhorn um miðnættið

  • Katrín, Robbi og Ottó

    Katrín, Robbi og Ottó

  • Fínt tjaldstæði

    Fínt tjaldstæði

  • Önnur af Brunnhorni, það er bara svo töff

    Önnur af Brunnhorni, það er bara svo töff

  • Skuggaverur

    Skuggaverur

  • Vestrahorn

    Vestrahorn

  • Mergjað veður

    Mergjað veður

  • Löng brekka/skriða upp að leiðinni sem var samt bara allt í lagi

    Löng brekka/skriða upp að leiðinni sem var samt bara allt í lagi

  • Katrín að koma upp í fyrsta stans. Við tókum fyrstu tvær spannirnar saman í einni

    Katrín að koma upp í fyrsta stans. Við tókum fyrstu tvær spannirnar saman í einni

  • Séð niður úr fjórðu megintryggingu, eða þriðju hjá okkur

    Séð niður úr fjórðu megintryggingu, eða þriðju hjá okkur

  • Katrín og Robbi að klára aðra spönn(3.spönn)

    Katrín og Robbi að klára aðra spönn(3.spönn)

  • Ottó að byrja skemmtilegu slab hliðrunina í þriðju spönn (4.spönn)

    Ottó að byrja skemmtilegu slab hliðrunina í þriðju spönn (4.spönn)

  • Það skyggði ekki á gleðina að nokkur bleyta var yfir flestum lykil fótstigunum í cruxinu

    Það skyggði ekki á gleðina að nokkur bleyta var yfir flestum lykil fótstigunum í cruxinu

  • Framhaldið af leiðinni. Eftir fjórðu spönnina (5.) tók við smá skriða en svo upp á slöbbin hægra megin á myndinni og upp að akkeri ofarlega á miðri mynd. Held að við höfum tekið tvær  spannir í einu þarna. Þaðan var mjög skemmtilegt klifur að höfuðveggnum.

    Framhaldið af leiðinni. Eftir fjórðu spönnina (5.) tók við smá skriða en svo upp á slöbbin hægra megin á myndinni og upp að akkeri ofarlega á miðri mynd. Held að við höfum tekið tvær spannir í einu þarna. Þaðan var mjög skemmtilegt klifur að höfuðveggnum.

  • Ekki amalegt útsýni

    Ekki amalegt útsýni

  • Beðið eftir að Ottó setji upp akkerið. Ég þurfti að fara úr tryggingunni og klifra með Ottó til að hann gæti komist í megintrygginguna.

    Beðið eftir að Ottó setji upp akkerið. Ég þurfti að fara úr tryggingunni og klifra með Ottó til að hann gæti komist í megintrygginguna.

  • Maður þreytist seint á þessu útsýni

    Maður þreytist seint á þessu útsýni

  • Ottó í vatnspásu

    Ottó í vatnspásu

  • Öræfajökull

    Öræfajökull

  • Brunnhorn og Lón

    Brunnhorn og Lón

  • Slappað af á toppnum

    Slappað af á toppnum

  • Flott

    Flott

  • Séð í átt að Lónsöræfum

    Séð í átt að Lónsöræfum

  • Robbi að koma á toppinn. Síðustu spönnina er eiginlega ekki þörf að tryggja.

    Robbi að koma á toppinn. Síðustu spönnina er eiginlega ekki þörf að tryggja.

  • Ottó að síga niður. Það er alls ekki skemmtilegt að síga niður löng slöbb, eða eins og einhver sagði "þetta fer nú bara á topp einn listann yfir það leiðinlegasta sem ég hef gert..."

    Ottó að síga niður. Það er alls ekki skemmtilegt að síga niður löng slöbb, eða eins og einhver sagði "þetta fer nú bara á topp einn listann yfir það leiðinlegasta sem ég hef gert..."

  • Robbi og Katrín að síga niður

    Robbi og Katrín að síga niður

  • Untitled photo
  • Slappað af í sólinni eftir leiðina. Við vorum komin niður klukkan rúmlega 6 en við byrjuðum klifrið rétt fyrir 10.

    Slappað af í sólinni eftir leiðina. Við vorum komin niður klukkan rúmlega 6 en við byrjuðum klifrið rétt fyrir 10.

  • Góð stemmning á Hnappavöllum. Mikil gleði eftir að Robbi kom prímusnum sínum í gang.

    Góð stemmning á Hnappavöllum. Mikil gleði eftir að Robbi kom prímusnum sínum í gang.

  • Bjössi í Lömbin þagna, Siggi í Harmóníu

    Bjössi í Lömbin þagna, Siggi í Harmóníu

  • Berglind hitar upp fyrir daginn í Páskaliljum.

    Berglind hitar upp fyrir daginn í Páskaliljum.

  • Siggi í Harmóníu

    Siggi í Harmóníu

  • Fjör á Völlunum

    Fjör á Völlunum

  • Robbi boltar nýja leið á Hnappavöllum, beint ofan við grillið

    Robbi boltar nýja leið á Hnappavöllum, beint ofan við grillið

  • Leiðin verður kláruð um leið og tækifæri gefst

    Leiðin verður kláruð um leið og tækifæri gefst

  • Photo Sharing
  • About SmugMug
  • Browse Photos
  • Prints & Gifts
  • Terms
  • Privacy
  • Contact
  • Owner Log In
© 2023 SmugMug, Inc.
    Maður þreytist seint á þessu útsýni
    Ottó í vatnspásu
    Öræfajökull