Hrútsfjall, Vesturtindur. 23.4.2011
Laugardaginn 23.4 ákváðum við Helgi að nýta veðurglugga á milli skítviðra til að klifra Vesturtind Hrútfjalls. Með í ferðinni var Robin Berglid, norskur leiðsögunemi sem var í Skaftafelli.
Það tók okkur um 1 og hálfan tíma að skokka inn að fjalli en við lögðum af stað klukkan 0500 frá bílastæðinu við Hafrafell. Við vorum í kapphlaupi við veðrið þannig að við völdum okkur þægilegustu leið upp hrygginn
með smá klifri þó. Leiðin er svipuð klassísku leiðinni upp Suðurhlíðina að erfiðleika. Toppnum var náð um klukkan 1330 og vorum við komnir niður í bíl um klukkan 1700. Góður dagur á fjöllum.
Read MoreÞað tók okkur um 1 og hálfan tíma að skokka inn að fjalli en við lögðum af stað klukkan 0500 frá bílastæðinu við Hafrafell. Við vorum í kapphlaupi við veðrið þannig að við völdum okkur þægilegustu leið upp hrygginn
með smá klifri þó. Leiðin er svipuð klassísku leiðinni upp Suðurhlíðina að erfiðleika. Toppnum var náð um klukkan 1330 og vorum við komnir niður í bíl um klukkan 1700. Góður dagur á fjöllum.