Allir hressir
Daði spáir í leiðunum
Við hnakkann á Daða má sjá leiðirnar sem við klifruðum.
Brekkan var góð. Það er um klukkustundar ganga upp að leiðunum frá veginum.
Fleiri leiðir vinstra megin í hvilftinni
Gott gott
Þegar að þessi mynd er tekin er allt að fara til fjandans. Snjóflóð voru byrjuð að falla með mínútu fresti um alla hvilftina og ráð að drulla sér úr hlíðinni.
Daði bíður eftir Arnari, Berglindi og Heiðu koma niður úr þeirra leið. Það tók verulega á taugarnar að bíða eftir félögum sínum sem voru ennþá í miðri hlíðinni og snjóflóð að falla bókstaflega allstaðar.
Ytrihvilft.
Bakkadalur.
Fífustaðardalur
Ofan við Krossavík.
Kátir piltar...... Freysi, Gummi T og Andri
Allir kátir eftir að hafa klifrað tvær hressandi "roadside" leiðir. Lítil hjörtu og Feelgood. Frábært eftir allt ruglið sem gekk á daginn áður.