Ís í Hörgsárgljúfri
Ég gekk inn Hörgsárgljúfur sunnudaginn 10.febrúar. Eftir mikla hláku var samt töluvert af ísfossum og áin ísilögð. Flestir ísfossarnir eru 30-40metrar en einnig leinast nokkrir fjölspanna fossar inn á milli. Aðkoman að gljúfrinu er mjög þægileg, nokkurra mínútna gangur frá bænum Múlakoti á Síðu sem er við þjóðveg 1. Hafi menn áhuga á að klifra þarna er hægt að fá gistingu á Hörgslandi, næsta bæ við.
Read More